Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Þorsteinsson

(17. öld)

Sýslumaður.

Foreldrar: Þorsteinn sýslumaður Magnússon í Þykkvabæ og fyrsta kona hans Guðríður Árnadóttir prests í Holti, Gíslasonar. Er orðinn lögréttumaður 1645. Mun hafa aðstoðað föður sinn í sýsluverkum. Hefir haldið vesturhluta Skaftafellsþings frá því um 1650 til um 1671. Hann hélt og Þykkvabæjarklaustur (með Magnúsi, bróður sínum).

Kona 1: Ólöf Teitsdóttir prests í Gufudal, Halldórssonar; þau bl.

Kona 2: Guðrún Einarsdóttir á Hörgslandi, Stefánssonar. Af börnum þeirra komst upp Sigurður sýslumaður (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.