Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Ásgeirsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Launsonur síra Ásgeirs Hákonarsonar í Lundi og Ragnheiðar Styrsdóttur. Er sagður hafa lært í Hamborg í 7 ár og verið vel að sér. Er orðinn prestur a. m. k. 1575, var í Kjalarnesþingum og hafði Skrauthóla sér til uppeldis. D. fyrir 11. maí 1618.

Kona hans er nefnd Ragnheiður Steindórs- dóttir.

Börn þeirra: Síra Snorri í Tröllatungu, síra Ásgeir (d. skömmu eftir vígslu), Ragnheiður (dæmd á framfæri frænda sinna 1642), sumir nefna og Rannveigu, er átt hafi Ólaf nokkurn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.