Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Árnason

(– – 1608)

Sýslumaður.

Foreldrar: Árni sýslumaður Gíslason að Hlíðarenda og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir ríka að Ási í Holtum, Eiríkssonar. Hann bjó fyrst að Hóli í Bolungarvík, síðar að Dyrhólmum, Klofa og Reyni. Er talinn hafa haldið norðurhluta Ísafjarðarsýslu fyrst, síðar um nokkurn tíma frá 1590–1 Skaftafellsþing og um 1596–" hefir hann haldið Þingeyjarþing til móts við Vigfús Þorsteinsson, fyrir 1606 hefir hann haldið Árnesþing og haft til dauðadags, en þó að hann nefni dóma í Árnesþingi 1593–, þá hefir hann líkl. ekki haldið það, heldur haft dómnefnu fyrir Gísla Þórðarson, síðar lögmann.

Hann varð ekki gamall.

Kona: Þorbjörg Vigfúsdóttir sýslumanns, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Gísli lögmaður, Einar sýslumaður, Bjarni klausturhaldari í Mörk. Launsonur hans er og enn talinn Bjarni (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.