Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Árnason

(17. öld)

Lögsagnari að Vatnshorni.

Foreldrar: Árni í Hjarðarholti Guðmundsson (Þórðarsonar lögmanns) og kona hans Þorgerður Tyrfingsdóttir í Hjörsey, Ásgeirssonar (prests að Lundi, Hákonarsonar). Maður vel að sér og auðugur. Var lögréttumaður og oft lögsagnari í Dalasýslu.

Kona: Herdís, laundóttir Bjarna sýslumanns Péturssonar að Staðarhóli.

Börn þeirra: Árni stúdent, Jón að Vatnshorni, Guðrún átti Pál yngsta Ámundason að Sólheimum í Mýrdal (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.