Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Vilhjálmsson, ríki

(um 1753–4. ág. 1821)

Bóndi í Kirkjuvogi.

Foreldrar: WVilhjálmur Hákonarson í Kotvogi og kona hans Ingigerður Tómasdóttir í Fúlavík, Árnasonar.

Gildur bóndi, vel að sér og athafnamaður mikill. Var í viðlögum hafður til sýsluverka sunnan til í Gullbringusýslu.

Kona 1: Ingveldur Guðnadóttir sýslumanns Sigurðssonar; þau bl.

Kona 2 (með leyfi Jörgens Jörgensens, þótt f. k. hans væri á lífi); Anna Jónsdóttir í Höskuldarkoti, Sighvatssonar.

Börn þeirra: Oddbjörg átti Stefán Gunnarsson að Brekku í Byskupstungum, Vilhjálmur Kristinn í Kirkjuvogi, Guðni í Kirkjuvogi, Tómas í Nýlendu, Anna átti Eyjólf Árnason í Gerðakoti við Hvalsnes. Anna ekkja Hákonar varð síðar s.k. Ketils Jónssonar í Kotvogi (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.