Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Snæbjarnarson

(11. febr. 1711–1798)

Prestur.

Foreldrar: Snæbjörn (MálaSn.) Pálsson á Sæbóli og kona hans Kristín Magnúsdóttir í Vigur, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1732, stúdent 1735. Fekk veiting fyrir Eyri í Skutulsfirði 27. apríl 1741, vígðist 7. maí s.á., en missti prestakallið haustið 1744 vegna barneignar með stúlku, er hann kvæntist síðar, fekk uppreisn 27. maí 1746 og var veitt Álptamýri í júlí s.á., tók dótturson sinn (síra Eggert Jónsson) sér til aðstoðarprests 1797, sagði af sér 7. ág. 1798 og andaðist í október þá um haustið. Hann fær heldur lélegan vitnisburð í skýrslum Harboes. Minnisbók hans 1746–94 er varðveitt í Þjóðskjalasafni. Hann mun hafa þótt mikilmenni, og var nokkuð fjáður.

Kona: Guðrún (d. 1776) Jónsdóttir lögréttumanns í Hnífsdal, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Gunnhildur átti síra Jón Eggertsson í Holti í Önundarfirði, síra Eggert í Flatey, Páll í Álfadal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.