Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hákon Ormsson
(um 1614–13. nóv. 1656)
Sýslumaður.
Foreldrar: Ormur sýslumaður Vigfússon í Eyjum og kona hans „Guðríður Árnadóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar. Lærði fyrst hjá síra Jóni Jónssyni á Melum, síðan 7 vetur í Skálholtsskóla, stúdent þaðan 1634, var síðan skrifari Gísla byskups Oddssonar (heyrari í skólanum part úr vetri 1635–6) og 234 síðan Brynjólfs byskups Sveinssonar, var alþingisskrifari 1641–5, lét af því starfi og var ráðsmaður Skálholtsskóla 1645–53, enda hafði Brynjólfur byskup á honum hið mesta traust, fekk Rangárþing 1652 og hélt til æviloka, var jafnframt alþingisskrifari 1652–4.
Bjó í Varmadal á Rangárvöllum, eftir að hann tók sýsluna.
Hann var vitur maður, fastlyndur, manna vandaðastur og naut trausts og vinsælda. Hann hefir skrifað upp talsvert skjalabóka, sem finna má í handritasöfnum. Tómas umboðsmaður Nikulásson á Bessastöðum fór utan haustið 1656 og setti þá Hákon í sinn stað fógeta; var hann það nokkurar vikur, en andaðist á Bessastöðum og var jarðsettur þar. Hann var ókv. og bl., en hafði sókt um konungsleyfi til að kvongast frændkonu sinni (að 2. og 3.) Helgu Benediktsdóttur í Búðardal, Þorleifssonar, og var leyfið veitt 22. maí 1657, eða eftir lát Hákonar (BB. Sýsl.; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Ormur sýslumaður Vigfússon í Eyjum og kona hans „Guðríður Árnadóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar. Lærði fyrst hjá síra Jóni Jónssyni á Melum, síðan 7 vetur í Skálholtsskóla, stúdent þaðan 1634, var síðan skrifari Gísla byskups Oddssonar (heyrari í skólanum part úr vetri 1635–6) og 234 síðan Brynjólfs byskups Sveinssonar, var alþingisskrifari 1641–5, lét af því starfi og var ráðsmaður Skálholtsskóla 1645–53, enda hafði Brynjólfur byskup á honum hið mesta traust, fekk Rangárþing 1652 og hélt til æviloka, var jafnframt alþingisskrifari 1652–4.
Bjó í Varmadal á Rangárvöllum, eftir að hann tók sýsluna.
Hann var vitur maður, fastlyndur, manna vandaðastur og naut trausts og vinsælda. Hann hefir skrifað upp talsvert skjalabóka, sem finna má í handritasöfnum. Tómas umboðsmaður Nikulásson á Bessastöðum fór utan haustið 1656 og setti þá Hákon í sinn stað fógeta; var hann það nokkurar vikur, en andaðist á Bessastöðum og var jarðsettur þar. Hann var ókv. og bl., en hafði sókt um konungsleyfi til að kvongast frændkonu sinni (að 2. og 3.) Helgu Benediktsdóttur í Búðardal, Þorleifssonar, og var leyfið veitt 22. maí 1657, eða eftir lát Hákonar (BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.