Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Hákonarson

(1789, enn á lífi 1852)

Skáld.

Foreldrar: Hákon Guðmundsson í Galtardalstungu (Bjarnasonar lögréttumanns í Arnarbæli) og kona hans Þuríður Snæbjarnardóttir. Húsmaður og vinnumaður í Brokey eða lengstum kenndur við þann stað. Eftir hann eru pr. rímur af Reimari og Fal enum sterka, af Flórusi og sonum hans. Í Lbs. eru kvæði eftir hann og ríma af Bjarnveigu.

Kona Sofía Sveinsdóttir.

Börn þeirra: Jón, Halla (ÓSn. Ættb.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.