Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Gíslason

(– – 1555)

Prestur. Launsonur Gísla lögréttumanns Hákonarsonar á Hafgrímsstöðum. Er orðinn kirkjuprestur að Hólum 1546, hélt Mel frá 1552 og frá sama tíma einnig Þingeyraklaustur (konungsveiting fyrir því 12. mars 1554), andaðist úr bólu, ókv. og bl. Um hann er sagt, að hann hafi haldið hreinlífi og verið hinn mesti snilldarmaður (Dipl. Isl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.