Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Gíslason

(1614–24. sept. 1652)

Sýslumaður.

Foreldrar: Gísli lögmaður Hákonarson og kona hans Margrét Jónsdóttir prests í Görðum á Álptanesi, Krákssonar. Lærði í skóla og var utanlands í ár, en ekki skráður í stúdentatölu.

Var sýslumaður í Rangárþingi 1634, en neitaði þá að vinna sýslumannseið fyrir Jens Söfrensen, og var þá tekinn af honum sýslan. Hefir gegnt lögsagnarastörfum í Árnesþingi 1636, var ráðsmaður að Hólum 1640–3, hefir 1644 fengið Rangárþing aftur með Vigfúsi, bróður sínum, en að öllu 1645 og haldið til dauðadags, en Bárður Gíslason í Vatnsdal verið lögsagnari hans, a.m.k. í eystra hluta sýslunnar, bjó í Bræðratungu frá 1643 til æviloka, varð bráðkvaddur á ferðalagi. Brynjólfur byskup Sveinsson lætur mikið af góðvild hans og friðsemi.

Kona (1639): Helga (f. 1623, d. 3. nóv. 1677) Magnúsdóttir lögmanns að Munkaþverá, Björnssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Elín átti síra Guðbrand Jónsson í Vatnsfirði, Sigríður átti síra Sigurð Sigurðsson á Staðastað, Jarþrúður f.k. Magnúsar Sigurðssonar í Bræðratungu, Vigfús stúdent (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.