Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Finnsson

(11. júlí 1874 –9. jan. 1946)

. Bóndi. Foreldrar: Finnur Gíslason á Brekkum á Rangárvöllum og kona hans Kolfinna Einarsdóttir í Vesturkoti á Skeiðum, Guðmundssonar. Gagnfræðingur á Möðruvöllum 1898. Nam og búfræði. Var við búnaðarnám og vann á búgarði í Danmörku; sigldi til Skotlands 1906. Hélt unglingaskóla á Austurlandi 1907–08 og 1909– 11. Bóndi á Arnhólsstöðum í Skriðdal 1910–20, en síðan á Borgum í Nesjahreppi.

Athafnamikill bóndi. Hlaut verðlaun úr Styrktarsjóði Kristjáns IX 1938. Ritstörf: Stefnur og framtíð ungra manna, Rv. 1911; Saga smábýlis 1920–40, Ak. 1940; ýmsar greinar í blöðum. Kona (1907): Ingiríður (f. 28. okt. 1877) Guðmundsdóttir á Hraunbóli í Hörgslandshreppi, Erlendssonar. Börn þeirra: Heiðrún, Skírnir, Björk (Br ss0sf15); Halla, sjá Hallfríður Eyjólfsdóttir.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.