Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Espólín (Jónsson)

(30. ág. 1801–14. apríl 1885)

Prestur.

Foreldrar: Jón sýslumaður Espólín og kona hans Rannveig Jónsdóttir að Vatnshorni, Egilssonar. F. í Þingnesi í Borgarfirði. Lærði 2 vetur hjá síra Jóni Jónssyni að Möðrufelli, tekinn í 2. bekk Bessastaðaskóla 1818, stúdent 1821, með meðalvitnisburði (ágætl. þó í sögu og landfræði) og talinn þar málstirður. Setti bú að Yztu Grund 1823, vígðist 19. maí 1834 aðstoðarprestur síra Gísla Jónssonar í Stærra Árskógi, fekk það prestakall 17. janúar 1838, fekk Kolfreyjustað 13. ág. 1861, lét af prestskap 1874 og bjó síðan í Brimnesi í Fáskrúðsfirði til dauðadags. Hann var kraftamaður, talsverður búmaður, lét sér annt um rit föður síns, hefir skrifað upp ættartölubók hans, var í meðallagi vinsæll, en þó stöðuglyndur.

Kona 1 (1822): Sigríður (f. 22. jan. 1790, d. 17. júlí 1864) Jónsdóttir prests að Möðrufelli, Jónssonar. Hafði hann fellt hug til hennar, er hann var að námi að Möðrufelli, síðan átti hún barn með öðrum og dó það, en eigi vildi hann sleppa henni.

Börn þeirra, er upp komust: Jón búfræðingur á Frostastöðum, Jakob fór til Vesturheims, en kom aftur til landsins á gamalsaldri, Rannveig Sigríður átti Jón Jónatansson, Ögmundssonarar, Helga átti Sigurð járnsmið Jónasson í Tungu á Tjörnesi.

Kona 2 (25. sept. 1865): Ingibjörg (f. 28. apríl 1835, d. 30. nóv. 1884) Jónsdóttir frá Streiti, Þorsteinssonar. Dóttir þeirra: Guðrún Sigríður átti Árna Torfason, og fóru þau til Vesturheims (Bessastsk.; Vitæ ord. 1834: SGrBf.; HÞ.; Alm. Ól. Þorg. 1927).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.