Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Björnsson

(– – 14. apríl 1643)

Sýslumaður í Nesi við Seltjörn.

Foreldrar: Síra Björn officialis Gíslason í Saurbæ í Eyjafirði og kona hans Málmfríður milda Torfadóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Jónssonar. Hélt hálft Rangárþing a.m.k. 1594. Hefir síðar a.m.k. við og við haldið Gullbringusýslu (og má vera Kjósarsýslu) í umboði Bessastaðafógeta. Var auðmaður og fekk ágætt orð.

Kona: Solveig Jónsdóttir sýslumanns, Marteinssonar.

Börn þeirra: Guðmundur sýslumaður á Þingeyrum, Sigurður á Breiðabólstað í Ölfusi, Björn á Bakka í Öxnadal, Halldóra átti Eggert Hannesson í Snóksdal, Þórunn átti Kort Þormóðsson. Laundóttir Hákonar: Halldóra átti Finn Skúlason, Jónssonar (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.