Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hákon Bjarnason

(11. sept. 1828–2. apr. 1877)

. Kaupmaður, Foreldrar: Síra Bjarni (d. 30. sept. 1869, 68 ára) Gíslason á Söndum í Dýrafirði og kona hans Helga (d. 15. jan. 1860, 68 ára) Árnadóttir í Meirihlíð í Bolungarvík, Magnússonar.

Fæddur á Mel í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Kaupmaður á Bíldudal. Rak þar einnig útgerð á þilskipum. Fjáður vel og atorku- og ráðdeildarmaður hinn mesti. Varð úti eftir skipstrand á Mýrdalssandi. Kona (7. sept. 1859): Jóhanna Kristín (d. 11. jan. 1896, 61 árs) Þorleifsdóttir prófasts í Hvammi í Dölum, Jónssonar. Börn þeirra, er upp komust (þau rituðu sig öll Bjarnason): Brynjólfur Hermann kaupmaður í Rv., Þorleifur yfirkennari, Lárus hæstaréttardómari, Ingibjörg skólastjóri og alþm., Ágúst prófessor. Dóttir Hákonar áður en hann kvæntist (með Þóru Gísladóttur í Bæ á Selströnd, Sigurðssonar): Valgerður Sumarlína (d. 1944) fór til Danmerkur og átti danskan kaupmann, Kiil (Gils Guðmundss.: Skútuöldin I, Rv. 1944; ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.