Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrómundur Eyvindsson, halti, skáld

(10. öld)

Bóndi að Fagrabrekku í Hrútafirði. Faðir: Eyvindur sörkvir, landnámsmaður.

Vegna vígs var hann gerr útlægur úr Norðlendingafjórðungi og fluttist þá vestur fyrir Hrútafjarðará. Af honum er sérstakur þáttur.

Kona: Auðbjörg Másdóttir á Másstöðum í Vatnsdal, Jörundssonar háls, landnámsmanns.

Sonur þeirra: Þorbjörn þyna. En Hásteinn (svo Landn., þátturinn Hallsteinn) virðist hafa verið launsonur hans (sjá og Landn.; þar eru og þau 2 erindi, sem varðveitt- eru efir hann).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.