Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrómundur Eiríksson

(1780–7. júlí 1830)

Skáld.

Foreldrar: Eiríkur Björnsson (Þorvarðssonar) að Miðhúsum á Mýrum og kona hans Ingibjörg Hrómundardóttir, Tómassonar.

Var með móður sinni og síðara manni hennar, Einari Stefánssyni. Í Lbs. er kveðskapur eftir hann. Bjó að Miðhúsum á Mýrum til 1814. Var til sjóróðra á Skipaskaga, og er eitt barn hans fætt þar, enda var hann þar oftast búðsetumaður, en andaðist í kaupavinnu á Mýrum.

Kona: (21. sept. 1808): Ekkjan Margrét Jónsdóttir.

Börn þeirra: Ingibjörg, Guðrún, Hrómundur, Kristín (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.