Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrólfur Sigurðsson

(um 1612–1704)

Sýslumaður.

Foreldrar: Sigurður sýslum. Hrólfsson og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir prests í Glaumbæ, Kárssonar. Fekk helming Þingeyjarþings 1636, eftir föður sinn, lét af sýslunni um 1683–4. Bjó á Víðimýri, Laugum í Reykjadal og Grýtubakka og víðar, var síðast hjá syni sínum í Sléttárdal (Stóra Dal). Hefir samið annál, og er slitur af honum til (í Lbs.).

Kona: Björg yngri Skúladóttir (systir Þorláks byskups).

Börn þeirra: Sigurður lögréttumaður að Laugum, síra Sæmundur að Stærra Árskógi, Björn lögréttumaður í Stóra Dal (Sléttárdal), Ragnheiður átti Jón lögréttumann Jónsson í Vaðlaþingi, Sigurður (annar) lögréttumaður, Skúli (BB. Sýsl.; Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.