Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hróbjartur Sigurðsson

(1735–15. apríl 1799)

Spítalahaldari o.fl., stúdent. Faðir: Sigurður Þorkelsson að Búðarhóli í Landeyjum. Hefir líkl. flutzt á Álptanes með síra Guðlaugi Þorgeirssyni, tekinn í Skálholtsskóla 1750, stúdent 30. apríl 1754, með góðum vitnisburði, varð í ágúst 1757 djákni í Odda, en fór þangað ekki, heldur réðst í þjónustu Hastfers baróns, og skyldi nema hjá honum stærðfræði, hagfræði, búfræði og einkum fjárrækt, en Hastfer hafði tilraunabú (fjárræktarbú) að Elliðavatni á kostnað konungs, var í Kh. veturinn 1759–60 til lækninga og hélt þá launum sínum, tók við forstöðu (– – fjárræktarbúsins haustið 1760, er Hastfer fór héðan alfari, en það var að nokkru leyti vegna fjárkláðans lagt niður 1763–4, og veitti þó Hróbjartur forstöðu búi að Elliðavatni, og var það á vegum veræzlunarfélagsins, er konungur hafði afhent það, enda ráðinn forstöðumaður þess af veræzlunarfélaginu 19. sept. 1764, en honum var byggt út frá fardögum 1769, s.á. (eða 1770) tók hann við forstöðu spítalans í Gufunesi, lét af því starfi vorið 1781, fór síðan að Stíflisdal, missti þar 13 hross 1784, en hélt sauðfé sínu, bjó að Meðalfelli 1784–6, síðan í Blönduholti og í Bæ í Kjós, en fluttist að Norðurkoti í Melahverfi 1793 og andaðist þar úr brjóstveiki. Var vel gefinn maður, vel að sér og er í vitnisburðum amtmanna talinn vandaður, hygginn og starfsamur og hafa manna bezta þekking á fjárrækt; auknefndur „hrútabarón“ af starfi sínu og þjónustu við Hastfer barón. Í Lbs. 340 a, 4to., eru tillögur hans í ehdr. um fjárhirðing að Elliðavatni.

Kona (26. júlí 1761): Emerentíana (d. að Setbergi við Hafnarfjörð 24. jan. 1805, 75 ára) Erlendsdóttir á Hausastöðum, Eyvindssonar; þau bl. (Saga Ísl. VI; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.