Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrolleifur Arnaldsson, hinn mikli

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður, síðast að Oddsási gegn Hofi í Vatnsdal.

Foreldrar: Arnaldur, bróðir Sæmundar suðureyska, og Ljót, og kom hún út með syni sínum. Óeirðamaður mikill. Vá Ingimund gamla. Dóttir hans (líkl. með Hróðnýju Unadóttur í Unadal): Ólöf átti Þórhall (föðurnafn eigi greint), talin síðar hafa átt Þórð hreðu Þórðarson (Landn.; Vatnsd.; Þórðars. hr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.