Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrafnkell Þórisson

(um 955 – 1012 og lengur)

. Goði eystra.

Foreldrar: Þórir Hrafnkelsson Freysgoða og Þorgerður silfra Þorvaldsdóttir hins háva Þorsteinssonar torfa, Arnbjarnarsonar). Bjó á Hafursá, svo á Hrafnkelsstöðum. Kona hans: Vigdís Geirsdóttir goða og Höllu Másdóttur, Jörundssonar háls. Börn þeirra: Þórir, Sveinbjörn átti Þorbjörgu Svertingsdóttur, Guðný átti Þórð í Álfsnesi á Kjalarnesi Helgason, Hallssonar goðlauss (Landn.; Droplaugarsona saga (ættskrá III þar, við Ísl. fornrit XI; leiðrétt hér; Njála) (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.