Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrafnkell Hrafnsson , Freysgoði

(10. öld)

(Landn., en í Hrafnk, er faðir hans nefndur Hallfreður landnámsmaður og sagður hafa búið á Hallfreðarstöðum í Tungu). Landnámsmaður í Hrafnkelsdal og bjó á Steinröðarstöðum (á Aðalbóli, Hrafnk.).

Kona: Oddbjörg Skjöldólfsdóttir, Vémundarsonar, Synir þeirra: Þórir, faðir Hrafnkels goða (þaðan var Markús á Melum Þórðarson), Ásbjörn, faðir Helga. Af honum er sérstök saga, en frásagnir hennar hafa nýlega verið vefengdar í Stud. Isl., í ritgerð eftir Sigurð Nordal (Hallk.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.