Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrafn Valgarðsson, heimski

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður að Rauðafelli eystra undir Eyjafjöllum. Faðir: Valgarður Vémundarson orðlokars, Þórólfssonar voganefs, Hrærekssonar slöngvanbauga, Haraldssonar Danakonungs hilditannar (Melabók rekur með öðrum nöfnum til Haralds hilditannar).

Börn hans: Jörundur goði (þaðan Oddaverjar í beinan karllegg), Helgi bláfauskur, Freygerður (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.