Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrafn Oddsson

(1226–22.nóv. 1289)

Hirðstjóri.

Foreldrar: Oddur Ólason á Söndum og kona hans Steinunn Hrafnsdóttir á Eyri, Sveinbjarnarsonar.

Var einn hinn atkvæðamesti maður sinnar tíðar, stóð manna fastast gegn valdi byskupa.

Fekk sýslu um alla Vestfjörðu 1270, hirðstjórn yfir öllu landi 1279. Bjó um hríð að Sauðafelli.

Andaðist í Túnsbergi.

Kona: Þuríður Sturludóttir, Sighvatssonar.

Börn þeirra: Jón korpur, Sturla, Þórður (líkl.), Hallkatla fylgdi Jóni presti Péturssyni, Valgerður, Þorgerður (Sturl.; Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Bps. I; Landn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.