Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrafn Guðmundsson

(– – 1432)

Lögmaður norðan og vestan 1403–32.

Foreldrar: Guðmundur Eiríksson að Skriðu (Rauðaskriðu), Ísleifssonar, og kona hans (Guðrún?) Bótólfsdóttir hirðstjóra, Andréssonar.

Bjó lengstum að Skriðu. Hélt „um tíma Grenjaðarstaði. Hefir verið mikilhæfur maður, enda bannfærður af Jóni byskupi Vilhjálmssyni.

Kona: Margrét Bjarnardóttir í Hvalsnesi, Ólafssonar hirðstjóra, Björnssonar að Keldum, Sighvatssonar riddara, Hálfdanarsonar.

Börn þeirra: Böðvar lögréttumaður, Guðmundur, Þórður, Guðrún átti Ólaf Loptsson hins ríka Guttormssonar, Ragna átti Brand Halldórsson á Barði, Sigríður átti Björn Sæmundsson á Einarsstöðum, Þorsteinssonar (Dipl. Isl; Safn II; BB. Sýsl.; SD. Lögm.; Blanda VI Al).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.