Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrafn Brandsson, yngri

(– – 1529)

Lögmaður norðan og vestan 1526–S8. Faðir: Brandur príor Hrafnsson, síðar prestur að Hofi í Vopnafirði. Bjó að Hofi á Höfðaströnd, en síðan í Glaumbæ (sjá Teit Þorleifsson, lögmann). Egndi mann til vopnaskipta við sig við drykkju og dó af banasári, er hann hlaut þá.

Kona: Þórunn Jónsdóttir byskups, Arasonar.

Sonur þeirra: Ísleifur, komst ekki af barnsaldri. Þórunn, ekkja Hrafns, átti síðar Ísleif Sigurðsson á Grund, því næst Þorstein Guðmundsson sst. og loks gerði hún hjúskaparsáttmála við prest einn, þótt líkl. hafi verið teppt hjónaband þeirra (Dipl. Isl.; Safn IT; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.