Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hrafn Brandsson, eldri

(15. öld)

Lögmaður norðan og vestan 1479–83.

Foreldrar: Brandur Halldórsson á Barði og kona hans Ragna Hrafnsdóttir lögmanns, Guðmundssonar. Bjó að Skriðu (Rauðaskriðu) í Reykjadal. Átti miklar deilur við mág sinn Guðna Eyjólfsson og svila Magnús Þorkelsson (Guðbjartssonar), enn fremur við Þorleif hirðstjóra Björnsson og einkum Ólaf byskup Rögnvaldsson (vegna Hvassafellsmála), var utanlands þeirra vegna 1481–2, er látinn 1484.

Kona (1467): Margrét Eyjólfsdóttir, Arnfinnssonar að Urðum.

Börn þeirra: Snjólfur að Ási í Fellum, Brandur príor að Skriðuklaustri, Solveig abbadís á Reynistað (Dipl. Isl.; Safn 1; BB. Sýsl.; SD. Lög.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.