Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Holgeir (eða Holger Peter) Clausen

(1. ág. 1831–29. maí 1901)

Kaupmaður.

Foreldrar: Hans A. kaupmaður Clausen í Ólafsvík, síðar stórkaupmaður í Kh., og kona hans Ása Óladóttir kaupm. Sandholts í Rv.

Átti margbreyttan æviferil. Var að gullnámi í Ástralíu 1849–53, í kaupskap í Liverpool 1853–9, í Kh. 1859–62 og í kaupferðum til Íslands. Var kaupm. í Melbourne í Ástralíu 1862–70, í Ólafsvík og að Búðum 1870–9, í Stykkishólmi 1879–97, í Rv. 1897–1901. Þm. Snæf. 1881–5.

Kona 1: Barbara Cook (d. í Ástralíu).

Kona 2 (1880): Guðrún Þorkelsdóttir prests á Staðastað, Eyjólfssonar.

Börn þeirra: Þorkell verzlunarm. í Rv., Axel verznnarm. í Rv., Jóhannes í Kh., Ása átti Gísla gullsmið Árnason í Rv. (leturgrafara Gíslasonar), Oscar rithöfundur í Rv., Arrebo bifreiðarstj. í Rv., Herluf verksmiðjustjóri í Rv. Dætur H. Cl. (áður en hann kvæntist): Geirþrúður átti Helga kaupm. Zoéga í Rv., Ragnheiður átti fyrr Benedikt verzlunarm. Jónsson í Rv., síðar Gísla verzlunarm. Gíslason í Rv. (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.