Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörtur Thordarson

(12. maí 1867–6. febr. 1945)

. Raffræðingur. Foreldrar: Þórður (d. 1873, 58 ára) Árnason á Stað í Hrútafirði og kona hans Guðrún (d. 21. febr. 1908, 80 ára) Grímsdóttir á Grímsstöðum í Reykholtsdal, Steinólfssonar.

Fór til Vesturheims með foreldrum sínum 1873 frá Dalgeirsstöðum í Miðfirði. Ólst síðan upp með móður sinni í Wisconsin og N.-Dakota. Gerðist starfsmaður í raftækjaverksmiðju í Chicago tvítugur að aldri; nam rafmagnsfræði í frístundum. Var síðan nokkur ár hjá Edison-félaginu í sömu borg. Stofnaði sjálfur raftækjaVinnustofu þar 1895, og varð hún síðar afarstórt fyrirtæki.

Fekk yfir 100 einkaleyfi hjá stjórninni í Washington og í öðrum löndum. Hlaut heiðursPeninga úr gulli fyrir uppgötv2 anir sínar á sýningunni í St. Louis 1904 og í San Francisco 1915. Átti eitt hið mesta bókasafn í einstaks manns eigu, þar á meðal safn íslenzkra bóka og erlendra bóka, er varða Ísland og Íslendinga. Styrkti elliheimili Vestur-Íslendinga í Betel á Gimli með stórgjöfum. Sæmdur meistara-nafnbót af Wisconsinháskóla í júní 1920. Heiðursdoktor við Háskóla Íslands 25. júní 1930. Kona (1895): Júlíana Friðriksdóttir frá Eyrarbakka. Synir þeirra: Dewey, Tryggvi, báðir í Chicago (Saga Ísl. í Norður-Dakota; Saga Íslendinga í Vesturh. II; Tímarit þjóðræknisfél. XXVII; Árbók Háskóla Íslands 1929–30; Landsbókasafn Íslands: Árbók V– VI, 1948–49).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.