Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörtur Snorrason

(29. sept. 1859–1. ágúst 1925)

Skólastjóri.

Foreldrar: Snorri Jónsson í Magnússkógum og kona hans María Magnúsdóttir sst., skálds, Jónssonar. Lærði í Ólafsdalsskóla 1885–7, stundaði jarðyrkjustörf 1887–92, kennari í Ólafsdal 1892–4, skólastjóri á Hvanneyri 1894–1907, kennari í bændaskólanum þar 1907–11. Bjó að Skeljabrekku 24 ytri 1907–15, í Arnarholti 1915–25. Var talinn í fremstu bænda röð. Gegndi trúnaðarstörfum miklum innan héraðs og átti sæti í stjórn sláturfélags Suðurlands. Var í yfirfasteignamatsnefnd landsins 1918–20, Þm. Borgf. 1914–15, landskj. þm. 1916–25. Eftir hann eru skýrslur um Hvanneyrarskóla.

Var hagmæltur.

Kona (19. sept. 1900): Ragnheiður (f. 17. júní 1873) Torfadóttir skólastjóra í Ólafsdal, Bjarnasonar. Synir þeirra: Torfi tollstjóri í Rv., Snorri rithöfundur og bókavörður, Ásgeir sagnfræðingur og bókavörður í Rv. (Búnaðarrit 1914; Óðinn XXII; Unga Ísl., 12. árg.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.