Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörtur Líndal

(27. jan. 1854–26. febr. 1940)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Benedikt smáskammtalæknir Einarsson í Hnausakoti og kona hans Sólrún Sæmundsdóttir í Bjarghúsum, Brynjólfssonar. Stundaði lækningar framan af, vel metinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, bjargvættur í sveit sinni, enda efnamaður og dugmikill. Þjó að Efra Núpi í Miðfirði, R. af fálk.

Kona 1: Guðfinna Bjarnadóttir; þau bl.

Kona 2 (1883): Pálína Ragnhildur Björnsdóttir á Útibleiksstöðum, Sigvaldasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingibjörg átti Halldór sýslumann Júlíusson, Margrét átti fyrr Einar ritstjóra Gunnarsson, síðar Martein vélstjóra Kristjánsson, Ragnhildur átti danskan tréskera, Wiese, í Rv., Kládína í Kh., Lára í Kh., Benedikt að Efra Núpi. Launsonur Hjartar: Rögnvaldur í Hnausakoti (Óðinn XTII; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.