Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörtur Jónsson

(28. apríl 1841–16. apríl 1894)

Læknir.

Foreldrar: Síra Jón Hjartarson á Gilsbakka og f. k. hans Kristín Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1856, stúdent 1862, með 1. einkunn (80 st.), tók læknapróf hjá Jóni landlækni Hjaltalín 8. sept. 1865, með 1. einkunn (83 st., 13 námsgr.). Settur 21. sept. 1865, skipaður 31. okt. 1867 héraðslæknir í suðurhluta Vesturamts og hélt til æviloka. Var í spítölum í Kh. 1878–9. Átti heima í Stykkishólmi.

Kona 1 (8. okt. 1876): Hildur (f. 8. okt. 1857, d. 17. okt. 1878) Bogadóttir sýslumanns Thorarensens að Staðarfelli.

Kona 2 (25. jan. 1890): Ingibjörg (f. 25. sept. 1860, d. 23. okt. 1941) Jensdóttir rektors, Sigurðssonar. Bl. með báðum (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.