Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörleifur Árnason sterki

(1760–18. okt. 1831)

Bóndi lengstum í Snotrunesi.

Foreldrar: Árni skáld Gíslason í Höfn og kona hans Guðlaug Torfadóttir stúdents að Sandfelli, Pálssonar. Orðlagður hreystimaður og manna fræknastur, fróðleiksmaður. Ganga af honum miklar sögur.

Kona (1792): Björg Jónsdóttir á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, Stefánssonar, ekkja Stefáns Ketilssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Árni í Snotrunesi, Stefán á Starmýri, Guðlaug átti Sigurð Markússon á Starmýrarstekk, Guðmundur á Starmýri, Magnús (Sigf. Sigf. Þjóðs. X; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.