Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörleifur Oddsson

(3. jan. 1799 [1798, Vita]––1. dec. 1858)

Prestur.

Foreldrar: Síra Oddur Sverrisson að Stóra Núpi og kona hans Gróa Jónsdóttir.

Lærði fyrst 114 ár hjá síra Árna Helgasyni, en síðan 4 vetur í Odda, hjá síra Steingrími Jónssyni, síðar byskupi, varð stúdent frá honum úr heimaskóla 17. maí 1819, með tæplega meðalvitnisburði, var síðan hjá föður sínum, en gerðist 1828 ráðsmaður í Stóru Mástungum, vígðist 19. maí 1833 aðstoðarprestur síra Stefáns Þorsteinssonar að Stóra Núpi, gegndi prestakallinu 1 ár eftir lát hans (til fardaga 1835), var síðan embættislaus, fluttist 1838 að Seli í Grímsnesi og varð aðstoðarprestur síra Halldórs Jónssonar að Mosfelli, gegndi prestsstörfum fyrir hann við og við fram undir 1855. Var vel látinn maður, en ekki þókti mikið kveða að honum.

Kona (10. okt. 1828): Kristín (f. um 1788, d. 6. ág. 1860) Jónsdóttir silfursmiðs í Vestra Geldingaholti, Jónssonar, ekkja Jóns Jónssonar í Stóru Mástungum. Af börnum þeirra komust upp: Gróa átti fyrr Steindór í Seli Torfason (prests á Breiðabólstað, Jónssonar), síðar Eyjólf Ólafsson í Seli (Vitæ ord. 1833; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.