Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörleifur Jónsson

(5. apríl 1865 – 22. júlí 1947)

. Bóndi.

Foreldrar: Jón (d. 12. dec.1914, 84 ára) Hjörleifsson hreppstjóri í Drangshlíð undir Eyjafjöllum og kona hans Guðrún (d. 7. ág. 1909, 78 ára) Magnúsdóttir á Kanastöðum í Landeyjum, Magnússonar. Fæddur í Eystri-Skógum. Bóndi í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum; nam trésmíði. Var oddviti hreppsnefndar í 34 ár og sýslunefndarmaður í 36; gegndi og fleiri trúnaðarstörfum. Gekkst fyrir stofnun búnaðarfélags og lestrarfélags og var í stjórn beggja.

Kona (24. júní 1892): Sigríður (f. 5. okt. 1869) Guðnadóttir á Forsæti í Landeyjum, Magnússonar. Börn þeirra: Guðni læknir, Jón í Skarðshlíð, Guðbjörg Sigríður, Sigurður Ragnar (Br7.; Bjarni Þorsteinsson: Ættarskrá, Rv. 1930).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.