Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hjörleifur Guðmundsson
(um 1647–1723)
Bóndi. Hann mun hafa verið austfirzkur, Virðist hafa verið í Skálholtsskóla 1662–3, en vafasamt, að hann hafi orðið stúdent. Virðist hafa verið í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar 1672–S5, búið a. m. k. 1674–5 á Hrafnkelsstöðum í Garði og haft umsjá með sjávarútgerð byskups. Hefir um aldamótin 1700 búið á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, en er 1703 kominn að Hamrakoti í Andakíl, talinn hafa dáið í Krosslaug.
Kona: Helga (f. um 1666, d. háöldruð að Stórólfshvoli, hjá Torfa Erlendssyni) Erasmusdóttir að Þverfelli, Arngrímssonar.
Sonur þeirra: Bjarni hefir dáið ungur (Bréfab. Br. bps. Sveinss.; HÞ.).
Bóndi. Hann mun hafa verið austfirzkur, Virðist hafa verið í Skálholtsskóla 1662–3, en vafasamt, að hann hafi orðið stúdent. Virðist hafa verið í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar 1672–S5, búið a. m. k. 1674–5 á Hrafnkelsstöðum í Garði og haft umsjá með sjávarútgerð byskups. Hefir um aldamótin 1700 búið á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, en er 1703 kominn að Hamrakoti í Andakíl, talinn hafa dáið í Krosslaug.
Kona: Helga (f. um 1666, d. háöldruð að Stórólfshvoli, hjá Torfa Erlendssyni) Erasmusdóttir að Þverfelli, Arngrímssonar.
Sonur þeirra: Bjarni hefir dáið ungur (Bréfab. Br. bps. Sveinss.; HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.