Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörleifur Guttormsson

(31. maí 1807–I1. ág. 1887)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guttormur Þorsteinsson að Hofi í Vopnafirði og kona hans Oddný Guttormsdóttir sýslumanns, Hjörleifssonar. Lærði hjá föður sínum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1826, stúdent 1832, með tæpum meðalvitnisburði. Var síðan 3 ár skrifari Björns sýslumanns Blöndals í Hvammi í Vatnsdal.

Vígðist 8. júní 1835 aðstoðarprestur síra Björns Vigfússonar í Kirkjubæ í Tungu, millibilsprestur þar eftir hann, bjó þar og á Galtastöðum. Fekk Skinnastaði 31. jan. 1849, Hvamm í Hvammssveit 6. apr. 1869, en fekk leyfi að vera kyrr, Tjörn í Svarfaðardal 20. apr. 1870, Völlu 10. maí 1878, fekk þar lausn frá prestskap 22. dec. 1883, frá fardögum 1884. Andaðist að Lóni í Kelduhverfi. Var mjög vel látinn maður.

Kona (1835): Guðlaug (f. 6. júlí 1813, d. 26. okt. 1875) Björnsdóttir prests í Kirkjubæ, Vigfússonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Stefán, Oddný átti Björn Björnsson á Breiðabólstöðum á Álptanesi, Anna átti Árna hreppstjóra Kristjánsson að Lóni í Kelduhverfi, Þórunn var fyrr s. k. Þórarins Stefánssonar á Skjöldólfsstöðum, átti síðar Arngrím málara Gíslason, Þórdís, Björg átti Guðmund Kristjánsson að Lóni í Kelduhverfi, Petrína Sofía átti síra Kristján Eldjárn Þórarinsson að Tjörn (Bessastsk.; Vitæ ord. 1835; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.