Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörleifur Erlendsson

(– – um 1626)

Prestur.

Foreldrar: Erlendur á Æsustöðum í Langadal Jónsson (príors, Finnbogasonar) og kona hans Ragnhildur Eiríksdóttir. Er með vissu orðinn prestur 1. júní 1580, og hefir þjónað Ási í Fellum og Skriðuklaustri (víða er talið, að hann hafi um tíma verið prestur í Bjarnanesi), fekk Hallormsstaði 1595 og hefir haldið til æviloka. Hann átti langvinna þrætu við síra Einar Sigurðsson um engi nokkurt (Kleifarblá), er síra Einar eignaði Heydölum, en síra Hjörleifur Kleif í Breiðdal, er kona hans átti, og kom oft til alþingis (sjá Alþb. Ísl.).

Kona: Ragnhildur (d. 11. júní 1642) Einarsdóttir (er átti Kleif ytri í Breiðdal og Skálanes í Seyðisfirði), Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Einar lögréttumaður í Flögu í Breiðdal (enn á lífi 1669), Þorsteinn (er í Breiðdal um 1660), Valgerður átti síra Bjarna Jónsson í Stöð, Þórdís átti síra Eirík Bjarnason á Hallormsstöðum, Guðrún miðkona síra Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.