Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjörleifur Einarsson

(25. maí [27. maí, Vita]– 1831–13. okt. 1910)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Hjörleifsson í Vallanesi og miðkona hans Þóra Jónsdóttir vefara, Þorsteinssonar. F. á Ketilsstöðum í Útmannasveit.

Lærði undir skóla hjá síra Sigurði Gunnarssyni (síðast á Hallormsstöðum). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1856, með 2. einkunn (70 st.), próf úr prestaskóla 1858, með 1. einkunn (45 st.). Fekk Blöndudalshóla 24. nóv. 1859, vígðist 20. maí 1860, Goðdali 28. okt. 1869, Undornfell 15. maí 1876, fekk þar lausn frá prestskap 23. febr. 1906, fluttist síðan til Rv. og andaðist þar. Prófastur í Húnavatnsþingi 1885–1906. R. af dbr. 26. maí 1892. Kenndi ýmsum undir skóla. Lét mjög til sín taka kirkju- og bindindismál. Ritstörf: Ræða í útfm. Jóseps Skaftasonar, Rv. 1878; Úr unglingaheiminum, Ak. 1902; þýð.: D. L. Moody: 50 smásögur, Rv. 1907; greinir eftir hann eru í Kirkjublaði, Nýju kirkjublaði, Good-Templar, Sameiningu, Eimreið.

Kona 1 (18. júlí 1859): Guðlaug (d. 18. apr. 1884) Eyjólfsdóttir á Gíslastöðum á Völlum, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Einar Kvaran rithöfundur, Þóra fór til Vesturheims, Sigurður Kvaran læknir, síra Jósep á Breiðabólstað á Skógarströnd.

Kona 2 (23. apr. 1885): Björg (d. 16. mars 1896) Einarsdóttir að Mælifelli, Hannessonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðlaug átti Sigurð Kristinsson forstöðumann í sambandi ísl. samvinnufélaga, síra Tryggvi Kvaran að Mælifelli (Vitæ ord. 1860; Nýtt kirkjublað 1910; Sunnanfari VIII; Bjarmi 1907; Æskan, 10. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.