Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmur Pétursson

(23. dec. 1828–5. maí 1898)

Bóndi.

Foreldrar: Pétur Jónsson í Norðtungu. og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir í Kalmanstungu, Þórólfssonar. Bjó í Norðtungu 1854–75, að Hamri í Þverárhlíð 1875–92. Andaðist að Syðsta Vatni í Skagafirði. Naut mikils trausts sveitunga sinna, var hreppstjóri, í sýslunefnd o. fl. Var þm. Mýram. 1865–79.

Kona (10. júní 1854): Helga (d. 17. apríl 1904) Árnadóttir í Kalmanstungu, Einarssonar.

Börn þeirra: Ingibjörg átti Konráð Magnússon að Syðsta Vatni, síra Pétur vestan hafs, Daníel vegaverkstjóri, Þorsteinn í Örnólfsdal, Benedikt fór til Vesturheims, Árni að Hamri, Þuríður átti Björn Þorsteinsson á Hofstöðum í Hálsasveit (fóru til Vesturheims), Sigríður, Guðrún, Zófonías búfræðingur (Alþingismannatal; Ísafold 1898, bls. 199; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.