Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmur Einarsson

(16. og 17. öld)

Sýslumaður, prestur.

Foreldrar: Síra Einar officialis Árnason, síðast í Vallanesi, og Arndís Snorradóttir. Hann hefir gegnt sýslustörfum í Múlaþingi fyrir föður sinn, sem hélt þessa sýslu 1582–3, fekk Hólma (eftir föður sinn) 1554, Kolfreyjustað 1573, lét af prestskap þar 1592, hefir þá líkl. flutzt að Vattarnesi, er þar enn á lífi 12. maí 1601.

Kona: Margrét Björnsdóttir lögréttumanns að Eyvindará, Jónssonar. Dóttir þeirra hefir átt síra Ívar Þorláksson á Kolfreyjustað; sonur þeirra gæti verið Sigurður Hjálmsson, sem virðist vera í heldri manna röð og kemur við skjal í Borgarfirði austur 1660 (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.