Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Þorsteinsson

(18. júlí 1814–20. jan. 1888)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn hreppstjóri Þorsteinsson á Víðivöllum í Fnjóskadal og kona hans Valgerður Indriðadóttir á Fornastöðum, Jónssonar. F. á Fornastöðum. Lærði fyrst 1 vetur (1930) hjá síra Þorsteini E. Hjálmarsen, síðan ýmsum, en segist meir hafa verið hneigður til smíða. Tekinn í Bessastaðaskóla 1834. Vegna veikinda og lítilla framfara varð hann að fara úr skóla 1836.

Var síðan hjá ýmsum, síðast 2 ár hjá Jóni Sveinssyni (síðar presti að Mælifelli, en felldur frá prófi í skólanum 1841, síðast 3 vetur hjá síra Hallgrími Jónssyni að Hólmum, stúdent utanskóla úr Bessastaðaskóla 1844, með meðalvitnisburði. Vígðist 16. mars 1845 aðstoðarprestur síra Jóns Jónssonar á Grenjaðarstöðum, fekk Presthóla 31. jan. 1849, Stærra Árskóg 4. okt. 1861, Kirkjubæ í Tungu 12. sept. 1870, lét þar af prestskap 1883.

Kona: Helga Jóhanna Friðrika Jónsdóttir prests í Grundarþingum (Jónssonar prests lærða).

Börn þeirra komust eigi upp (Bessastsk.; Lbs. 49, fol.; Vitæ ord. 1845; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.