Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Sigurðsson

(28. sept. 1857–24. sept. 1903)

Kennari o. fl.

Foreldrar: Sigurður Bergsteinsson að Vindási í Hvolhrepp og kona hans Arnbjörg Arnoddsdóttir. Lærði í Möðruvallaskóla, próf þaðan 1884, með 1. einkunn (55 st.). Var um hríð við kennslu- og verzlunarstörf á Eyrarbakka. Fluttist til Rv. um 1890 og vann að kennsluog skrifstofustörfum. Mikill stuðningsmaður bindindismála.

Vel gefinn og skáldmæltur. Pr. eftir hann: Hvert sem vér lítum, Rv. 1902; þýddi 7.S. Arthur: Tíu kvöld í veitingahúsi, Rv. 1903 (og 1909); ritstjórn: Norðurljósið 1893; Æskan 1900–1903.

Kona: Jónasína S. Sigurðardóttir.

Sonur þeirra: Ásgeir (Skýrslur; Æskan, 7. og 14. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.