Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Lárusson

(22. okt. 1868–10. ágúst 1927)

Smiður.

Foreldrar: Lárus Erlendsson í Holtastaðakoti og kona hans Sigríður Hjálmarsdóttir skálds í Bólu, Jónssonar. Dvaldist á ýmsum stöðum framan af, við Blönduós frá 1909, í Rv. frá 1919. Orðlagður hagleiksmaður, 23* einkum á útskurð allan, naut styrks frá alþingi frá 1917.

Skáldmæltur og kvæðamaður mikill.

Kona: Anna Halldóra Bjarnadóttir að Svanshóli í Bjarnarfirði, Bjarnasonar.

Börn þeirra voru 6 og komust öll upp (Óðinn XVII; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.