Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Johnsen

(17. ágúst 1822 – 28. apríl 1901)

. Kaupmaður, Foreldrar: Jón (d. 20. dec. 1845, 55 ára) Þórólfsson á Kambi í Árneshreppi og kona hans Helga (d. 12. júlí 1883, 82 ára) Hjálmarsdóttir í Kjós í Árneshreppi (bróðir Einars dbrm. á Kollafjarðarnesi), Jónssonar. Ólst upp í fátækt. Tók ungur að fást við kaupskap í smáum stíl og aflaði sér fjár til utanfarar, Var í förum á dönskum skipum um hríð; lærði síðan skipasmíðar og stundaði það starf um skeið í Danmörku.

Settist síðan að á Ísafirði; fekkst þar við skipaviðgerðir og stofnaði verzlun; hóf þilskipaútgerð 1852 í félagi við Torfa skipstjóra Halldórsson.

Stofnaði skömmu síðar verzlun á Flateyri og rak hana í 30 ár, en átti eftir það heima í Kh. og dó þar. Hagsýnn og forsjáll, framsýnn um nýjungar í framleiðslu; alþýðlegur í viðmóti.

Varð snemma vel efnum búinn.

Stofnaði sjóð til styrktar ekkjum og börnum íslenzkra fiskimanna, er í sjó drukkna. Mikill bókamaður og gaf Landsbókasafni bækur sínar. Ókv., bl. (Gils Guðmundsson: Skútuöldin Il, Rv. 1944; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.