Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Hermannsson

(19. ág. 1819–24. apr. 1898)

Dbrm. og hreppstjóri að Brekku.

Foreldrar: Hermann hreppstjóri Jónsson að Firði í Mjóafirði og kona hans Sigríður Salómonsdóttir. Bjó fyrst að Firði, þá Reykjum, en að Brekku 1864–90 og bætti þá jörð stórkostlega, enda fekk 1891 verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns níunda. Atorkumaður hinn mesti og hafði á hendi ýmis trúnaðarstörf (var oddviti 1873–A4, sáttamaður o. fl.).

Kona 1: María Jónsdóttir frá Jórvík í Breiðdal.

Börn þeirra: Hermann stúdent (fór til Vesturheims), Halldór (fór til Vesturheims), Vilhjálmur „hreppstjóri að Brekku, Jón í Strandhöfn og víðar, Sigríður, Margrét átti Benedikt Sveinsson á Borgareyri.

Kona 2: Jóhanna Sveinsdóttir (bróðursonardóttir hans).

Börn þeirra: Konráð kaupmaður í Norðfirði, Gísli síðast kaupmaður í Rv., María átti Lars Kristján Jónsson útgerðarmann í Mjóafirði, Guðrún óg. og bl. (Sunnanfari VI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.