Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Helgason

(17. jan. 1833–1916)

Bóndi.

Foreldrar: Helgi Ásmundsson á Skútustöðum og þriðja kona hans Helga Sigmundsdóttir (frá Vindbelg). Bjó í Vogum við Mývatn 1864–76, síðan um nokkur ár í Eyjafirði, þá aftur við Mývatn, á Neslöndum, til 1896, fluttist þá til sonar síns.

Íþróttamaður mikill, verkmaður frábær og þó bókhneigður, einn af aðalstofnöndum lestrarfélags Mývetninga.

Kona (1864): Sigríður Vilhelmína (f. 27. febr. 1843, d. 1927) Pétursdóttir í Reykjahlíð, Jónssonar.

Sonur þeirra: Síra Pétur Helgi á Grenjaðarstöðum (Óðinn XIV; JJ. Reykjahlíðarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.