Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Erlendsson

(í ágúst 1711–5. sept. 1768)

Lögréttumaður. F. að Stafnshóli.

Foreldrar: Erlendur smiður Bjarnason á Þorgautsstöðum í Fljótum (síðar að Stafnshóli) og kona hans Þórunn Jónsdóttir lögréttumanns að Sólheimum í Sæmundarhlíð. Var fyrst til 1740 smiður hjá Skúla sýslumanni (síðar landfógeta) Magnússyni. Bjó fyrst að Höfða á Höfðaströnd, þá í Málmey, að Mannslagshóli, síðan aftur að Höfða. Fluttist suður og bjó að Loptsstöðum (1 ár). þá að Hofi á Kjalarnesi (1 ár), síðan spítalahaldari í Gufunesi, síðast að 23 Keldum í Mosfellssveit. Smiður góður og hagorður, vel að sér í dönsku, sænsku og þýzku.

Drukknaði.

Kona: Filippía Pálsdóttir prests að Upsum, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Síra Páll á Stað á Reykjanesi, Halldór konrektor, Erlendur klausturhaldari, Kristín, Hólmfríður átti síra Guðmund prestlausa Guðmundsson (Líkræða í Lbs. 1115, 4to.; Ættb. Stgr. Js.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.