Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjálmar Erlendsson

(um 1626–? )

Skáld.

Foreldrar: Erlendur Guðmundsson að Yztamói (Jónssonar prests að Miklagarði í Eyjafirði) og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests á Hvanneyri. Bjó á Nefsstöðum í Fljótum (77 ára 1703, kallaður þar medicus og artifex).

Fekkst við lækningar og var hagleiksmaður. Eftir hann eru kvæði í Lbs. og rímur af Jósep og ÁAssenath. Með honum var 1703 dóttir hans, Aðalbjörg, þá 39 ára (Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.