Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjalti Þorgrímsson

(1715–29. júní 1754)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorgrímur Jónsson að Hálsi í Fnjóskadal og kona hans Þórunn Jónsdóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Hjaltasonar. Lærði fyrst hjá föður sínum (1727–32), síðan 5 ár hjá síra Þorleifi Skaftasyni að Múla, varð stúdent úr heimaskóla 1737 frá Steini byskupi Jónssyni. Hann bjó frá því um 1740 á Ljótsstöðum, síðar í Veisuseli í Fnjóskadal. Hann missti réttindi sín til prestskapar vegna of bráðrar barneignar með konu sinni 1740, fekk uppreisn 22. nóv. 1748, Nes 1750, vígðist 15. nóv. s.á., þjónaði þann vetur Draflastaðasókn fyrir síra Jón að Hálsi, bróður sinn, en fluttist að Nesi vorið 1751. Hann fær gott orð í prófastsvottorði 24. okt. 1750.

Kona (18. sept. 1740): Tngibjörg (d. 1783) Þorsteinsdóttir á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, gegn vilja móður hans, vegna fátæktar Ingibjargar, en hann hafði erft talsvert í fasteignum.

Börn þeirra: Þorsteinn að Krossi, Þorgrímur, Ólafur fór utan og varð klæðskeri (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.