Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hjalti Þorbergsson
(1759–30. ág. 1840)
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorbergur Einarsson á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Ingibjörg Þorleifsdóttir prests í Kirkjubólsþingum, Þorlákssonar. F. á Eyri. Tekinn í Skálholtsskóla 1773, stúdent 9. maí 1778, með ágætum vitnisburði, var síðan 2 ár hjá foreldrum sínum, þá 4 ár verzlunarmaður á Patreksfirði, fekk 12. febr. 1783 konungsleyfi til þess að verða aðstoðarprestur föður síns, þótt ekki væri fullaldra, en vígsla hans tepptist við of bráða barneign með konu hans, fekk uppreisn 23. janúar 1784, en eftir lát föður síns fekk hann veiting fyrir Eyri 28. júní 1785, vígðist þangað 25. sept. s. á., tók aðstoðarprest (síra Eirík Vigfússon) til þess að þjóna Hólssókn, fekk Stað í Grunnavík 1794 (í skiptum við síra Helga Einarsson), fluttist þangað 1795, fekk Kirkjubólsþing í Langadal 4. apríl 1814, bjó fyrst á Kirkjubóli, en síðan á Bakka, og hélt þar prestskap til æviloka. Hann var vel gefinn maður, söngmaður ágætur, en hirti lítt um prestverk sín, svo að hann sætti áminningum frá Hannesi byskupi Finnssyni, einkum fyrir lélega uppfræðslu æskulýðsins, og lýsti byskup því, að í yfirreiðum sínum hefði hann hvergi í byskupsdæminu orðið var jafnmikillar vanþekkingar sem í Hólssókn í Bolungarvík, Síra Hjalti var jafnan mjög fátækur, missti t.d. 10 kirkjukúgildi í harðindunum 1801–3 og var gert að greiða 506 rd. í álag á Stað í Grunnavík, er hann fluttist þaðan.
Hann var og stórbrotinn og mikill drykkjumaður, þókti og stirðlyndur, svo að hann kom sér lítt við sóknarmenn sína, en var samt örlátur um efni fram. Hann nefndi sig fyrst „Thorberg“.
Kona 1 (8. sept. 1783): Guðrún (f. í sept. 1765, d. 27. okt. 1833) Ólafsdóttir prests á Álptamýri, Einarssonar. Þau áttu 18 börn. Þessi komust upp: Bergljót átti Ólaf Magnússon í Furufirði og víðar, Rannveig átti Gísla stúdent Ívarsson, Þorbergur á Bakka á Langadalsströnd, síra Ólafur síðast á Breiðabólstað í Vesturhópi, Magnús (Thorberg) verzlunarmaður í Ísafjarðarkaupstað, Helga átti Jónatan Jónsson að Veðrará, Júdit átti Pál hreppstjóra Jóhannsson Kröyer í Höfn í Siglufirði, Ólafía (f. 1808, d. í Hnífsdal 27. maí 1870) óg., en átti launson (Gísla Svein) með kvæntum manni, Gísla skipstjóra Sveinssyni í Ísafjarðarkaupstað.
Kona 2 (10. ágúst 1834): Valgerður (f. um 1788, d. í Reykjarfirði 3. nóv. 1870) Jónsdóttir í Hnífsdal, Ólafssonar, er verið hafði bústýra hans; þau bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Þorbergur Einarsson á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Ingibjörg Þorleifsdóttir prests í Kirkjubólsþingum, Þorlákssonar. F. á Eyri. Tekinn í Skálholtsskóla 1773, stúdent 9. maí 1778, með ágætum vitnisburði, var síðan 2 ár hjá foreldrum sínum, þá 4 ár verzlunarmaður á Patreksfirði, fekk 12. febr. 1783 konungsleyfi til þess að verða aðstoðarprestur föður síns, þótt ekki væri fullaldra, en vígsla hans tepptist við of bráða barneign með konu hans, fekk uppreisn 23. janúar 1784, en eftir lát föður síns fekk hann veiting fyrir Eyri 28. júní 1785, vígðist þangað 25. sept. s. á., tók aðstoðarprest (síra Eirík Vigfússon) til þess að þjóna Hólssókn, fekk Stað í Grunnavík 1794 (í skiptum við síra Helga Einarsson), fluttist þangað 1795, fekk Kirkjubólsþing í Langadal 4. apríl 1814, bjó fyrst á Kirkjubóli, en síðan á Bakka, og hélt þar prestskap til æviloka. Hann var vel gefinn maður, söngmaður ágætur, en hirti lítt um prestverk sín, svo að hann sætti áminningum frá Hannesi byskupi Finnssyni, einkum fyrir lélega uppfræðslu æskulýðsins, og lýsti byskup því, að í yfirreiðum sínum hefði hann hvergi í byskupsdæminu orðið var jafnmikillar vanþekkingar sem í Hólssókn í Bolungarvík, Síra Hjalti var jafnan mjög fátækur, missti t.d. 10 kirkjukúgildi í harðindunum 1801–3 og var gert að greiða 506 rd. í álag á Stað í Grunnavík, er hann fluttist þaðan.
Hann var og stórbrotinn og mikill drykkjumaður, þókti og stirðlyndur, svo að hann kom sér lítt við sóknarmenn sína, en var samt örlátur um efni fram. Hann nefndi sig fyrst „Thorberg“.
Kona 1 (8. sept. 1783): Guðrún (f. í sept. 1765, d. 27. okt. 1833) Ólafsdóttir prests á Álptamýri, Einarssonar. Þau áttu 18 börn. Þessi komust upp: Bergljót átti Ólaf Magnússon í Furufirði og víðar, Rannveig átti Gísla stúdent Ívarsson, Þorbergur á Bakka á Langadalsströnd, síra Ólafur síðast á Breiðabólstað í Vesturhópi, Magnús (Thorberg) verzlunarmaður í Ísafjarðarkaupstað, Helga átti Jónatan Jónsson að Veðrará, Júdit átti Pál hreppstjóra Jóhannsson Kröyer í Höfn í Siglufirði, Ólafía (f. 1808, d. í Hnífsdal 27. maí 1870) óg., en átti launson (Gísla Svein) með kvæntum manni, Gísla skipstjóra Sveinssyni í Ísafjarðarkaupstað.
Kona 2 (10. ágúst 1834): Valgerður (f. um 1788, d. í Reykjarfirði 3. nóv. 1870) Jónsdóttir í Hnífsdal, Ólafssonar, er verið hafði bústýra hans; þau bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.